Denver skellti meisturnum 23. janúar 2006 15:17 Denver hefur ekki látið mikil meiðsli lykilmanna hafa áhrif á sig í vetur og þeir Kenyon Martin og Carmelo Anthony gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum á útivelli í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira