Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna 26. janúar 2006 20:36 Fast var skotið á forsætisráðherra á þingi í dag. Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira