Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur ekki áhyggjur af 140 milljón punda tapi félagsins á síðasta ári að mati Peter Kenyon, stjórnarformanns Chelsea, en í vikunni var tilkynnt að félagið hefði verið rekið með mesta halla sem sögur fara af í knattspyrnunni.
"Roman er mikill aðdáandi Chelsea, en jafnframt frábær í viðskiptum og það eru honum ekkert sláandi tíðindi að staðan skuli vera þessi í fjármálum. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar tölur eru fjarri því að gefa rétta mynd af stöðu mála og við stefnum að því að koma rekstrinum á réttan kjöl í kring um tímabilið 2009-10," sagði Kenyon.