Zidane í fantaformi - skoraði tvennu 5. febrúar 2006 12:52 Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn