Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni 6. febrúar 2006 20:28 MYND/Stefán Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira