Sjöundi sigur San Antonio í röð 9. febrúar 2006 14:06 Tony Parker átti mjög góðan leik með San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Indiana tók Portland í kennslustund 101-69. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Indiana, eins og Zach Randolph hjá Portland. Washington lagði Golden State 129-125. Gilbert Arenas skoraði 45 stig fyrir Washington, þar af 25 á vítalínunni, en Jason Richardson skoraði 31 stig fyrir Golden State. Detroit stöðvaði fyrstu tveggja tapleikja hrinu sína með því að leggja LA Clippers 97-87, en Sam Cassell gat ekki leikið með LA Clippers vegna meiðsla. Tayshaun Prince skoraði 22 stig fyrir Detroit, en Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers. New Jersey sigraði granna sína í New York 96-83, en þetta var 13 tap New York í 14 leikjum. Jalen Rose skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 22 fyrir New Jersey. Charlotte lagði Philadelphia 100-92 og vann þar með sinn þriðja leik í röð í fyrsta skipti í sögu félagsins, en þetta kemur einmitt á hæla 13 leikja taphrinu hjá liðinu. Melvin Ely skoraði 19 en þeir Allen Iverson og Kyle Korver skoruðu 20 stig fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Seattle 109-102. David West skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst hjá New Orleans, en Rashard Lewis skoraði 36 stig fyrir Seattle. Milwaukee lagði Orlando 94-89 eftir tvöfalda framlengingu. Michael Redd skoraði 27 stig og sigurkörfuna fyrir Milwaukee, en Hedo Turkuglu skoraði 27 stig fyrir Orlando. Cleveland sigraði Minnesota 97-91. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland og Ricky Davis var með 33 stig fyrir Minnesota. LA Lakers lagði Houston 89-78 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Rafer Alston skoraði 16 stig fyrir Houston. Phoenix vann Memphis 108-102. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix, en Bobby Jackson skoraði 17 stig fyrir Memphis sem tapaði fjórða leiknum í röð. Loks vann Chicago fyrsta leik sinn á útivallaferðalagi sínu með því að leggja Denver 110-107. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Indiana tók Portland í kennslustund 101-69. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Indiana, eins og Zach Randolph hjá Portland. Washington lagði Golden State 129-125. Gilbert Arenas skoraði 45 stig fyrir Washington, þar af 25 á vítalínunni, en Jason Richardson skoraði 31 stig fyrir Golden State. Detroit stöðvaði fyrstu tveggja tapleikja hrinu sína með því að leggja LA Clippers 97-87, en Sam Cassell gat ekki leikið með LA Clippers vegna meiðsla. Tayshaun Prince skoraði 22 stig fyrir Detroit, en Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers. New Jersey sigraði granna sína í New York 96-83, en þetta var 13 tap New York í 14 leikjum. Jalen Rose skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 22 fyrir New Jersey. Charlotte lagði Philadelphia 100-92 og vann þar með sinn þriðja leik í röð í fyrsta skipti í sögu félagsins, en þetta kemur einmitt á hæla 13 leikja taphrinu hjá liðinu. Melvin Ely skoraði 19 en þeir Allen Iverson og Kyle Korver skoruðu 20 stig fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Seattle 109-102. David West skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst hjá New Orleans, en Rashard Lewis skoraði 36 stig fyrir Seattle. Milwaukee lagði Orlando 94-89 eftir tvöfalda framlengingu. Michael Redd skoraði 27 stig og sigurkörfuna fyrir Milwaukee, en Hedo Turkuglu skoraði 27 stig fyrir Orlando. Cleveland sigraði Minnesota 97-91. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland og Ricky Davis var með 33 stig fyrir Minnesota. LA Lakers lagði Houston 89-78 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Rafer Alston skoraði 16 stig fyrir Houston. Phoenix vann Memphis 108-102. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix, en Bobby Jackson skoraði 17 stig fyrir Memphis sem tapaði fjórða leiknum í röð. Loks vann Chicago fyrsta leik sinn á útivallaferðalagi sínu með því að leggja Denver 110-107. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira