Viðskipti innlent

Hagnaður Jarðborana 634 milljónir

Hagnaður Jarðborana var 634 milljónir á síðasta ári og jókst um 176 milljónir á milli ára. Þetta mun vera besta afkoma félagsins frá upphafi.

Rekstartekur félagsins námu rúm 4,5 milljörðum króna í fyrra og eru heildareignir félagins 8,5 milljarðar króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá því. Haft er eftir Bent S. Einarssyni, forstjóra Jarðborana, að fyrirtækið hafi gert stóra samninga á undanförnum mánuðum sem skipti miklu máli fyrir framtíð þess. Þar á meðal sé verksamningur við Orkuveitu Reykjavíkur um borun á 40 holum á Hellisheiði og Hengilssvæði, en hann er sá stærsti sem Jarðboranir hafa gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×