Sport

Sissoko á góðum batavegi

Í þessari baráttu um boltann gerðist umrætt atvik. Beto sparkaði í hægra auga Sissoko (t.h.) og hann missti sjónina.
Í þessari baráttu um boltann gerðist umrætt atvik. Beto sparkaði í hægra auga Sissoko (t.h.) og hann missti sjónina.

Mohamed Sissoko, miðvallarleikmaður Liverpool segist ætla að leika aftur með liðinu áður en þetta tímabil er á enda. Sissoko meiddist alvarlega á auga í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica í lok febrúar eftir að Beto, leikmaður portúgalska liðsins slysaðist til að sparka í auga leikmannsins.

Nú hefur komið í ljós að meiðsli Sissoko eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en búist var við að ferill hans væri jafnvel á enda. Læknir í Portúgal þar sem leikurinn fór fram sagði eftir atvikið að hann óttaðist að Sissoko myndi missa algerlega sjón á hægra auga.

"Ég hitti skurðlækni í vikunni og hann sagðist jákvæður á að ég myndi ná venjulegri sjón aftur. En hann varaði mig þó við því að ekki sé alveg öruggt að ég nái 100% sjón á ný." sagði Sissoko við heimasíðu Liverpool í dag.

"Ég hef lofað sjálfum mér því að leika aftur með Liverpool áður en tímabilið er á enda." sagði leikmaðurinn en bætti við að hann yrði frá í a.m.k. 2 mánuði til viðbótar vegna meiðslanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×