Sport

Fiorentina upp fyrir Roma

Fiorentina endurheimti 4. sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Siena. Hinn ungi sóknarmaður Giampaolo Pazzini skoraði sigurmarkið í viðbótartíma og lyfti liði sínu upp fyrir Roma sem á leik til góða gegn Inter síðar í kvöld.

Livorno misteig sig í baráttunni um Evrópusæti eftir 0-1 tap fyrir Cagliari sem skoruðu sigurmarkið 13 mínútum fyrir leikslok. Mark Bresciano var hetja Parma þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 0-1 útisigri á Messina. Með sigrinum létti pressu af Parma sem er á hættusvæði í deildinni, en nú 6 stigum frá fallsæti.

Juventus er efst með 73 stig, 10 stigum á undan AC Milan í 2. sætinu. Inter Milan er í 3. sæti með 58 stig og á leikinn gegn Roma í kvöld til góða. Livorno er eins og áður segir í 4. sæti með 44 stig og Chievo í 5. sæti með 41 stig eftir 2-2 jafntefli við Lazio í dag.Úrslitin í dag;

Chievo    2 - 2    Lazio

Fiorentina 2 - 1 Siena

Lecce    2 - 0    Palermo

Livorno    0 - 1    Cagliari

Messina    0 - 1    Parma

Treviso    0 - 1    Reggina

Udinese    1 - 1    Ascoli

Roma 20:30 Inter Milan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×