Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði 8. mars 2006 05:52 Jalen Rose fagnar hér sigrinum á Indiana ákaft með því að hoppa á félaga sinn Nate Robinson sem var spariklæddur á leiknum vegna meiðsla. NordicPhotos/GettyImages Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Sjá meira
Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Sjá meira