Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi 7. mars 2006 00:01 MYND/AVR Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi. Katla Kötlufréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi.
Katla Kötlufréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira