Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi 7. mars 2006 00:01 MYND/AVR Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi. Katla Kötlufréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi.
Katla Kötlufréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira