Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi 9. mars 2006 21:53 MYND/Pjetur Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku. Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku.
Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira