Sjálstæðismenn með vísan meirihluta 26. mars 2006 12:00 Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð 25. mars og var úrtakið 600 manns af báðum kynjum. 62% svöruðu einfaldri spurningu: Hvaða lista myndirðu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með langmest fylgi eða tæp 54%, sem er rúmu prósentustigi meira en í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum. Í við fleiri karlar vilja sjá Sjálfstæðismenn við stjórnartaumana en konur. Samfylkingin mælist með rúmlega 33% fylgi í könnun Fréttablaðsins og fengi samkvæmt því sex menn í 15 manna borgarstjórn Reykvíkinga. Samfylkingin bætir við sig tæplega þremur prósentustigum úr síðustu könnun. Vinstri grænir mælast nú með um 6% fylgi, sem er tæpum tveimur prósetnustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins í Janúar. Vinstri grænir næðu þó samkvæmt þessu inn manni í borgarstjórn, nokkuð sem Framsóknarmenn og Frjálslyndir gera ekki samkvæmt könnuninni. Framsókn mælist nú með minnst fylgi allra flokka í Reykjavík, en fylgi hans dalar frá því í janúarkönnunninni, fer úr 5,4% í 3%. Frjálslyndir bæta við sig fylgi milli kannanna, fara úr 2,8% í janúar í 3,5% nú. Samkvæmt könnuninni yrði næsti maður í borgarstjórn sjöundi maður Samfylkingar á kostnað níunda manns sjálfstæðismanna en þar á eftir kæmi fulltrúi Frjálslyndra og loks yrði efsti maður Framsóknar, sautjándi maður. Athygli vekur að enn hafa tæplega 40% borgarbúa sem leitað var eftir afstöðu hjá í könnunninni ekki gert upp hug sinn en á morgun eru sléttir tveir mánuðir til kosninga. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð 25. mars og var úrtakið 600 manns af báðum kynjum. 62% svöruðu einfaldri spurningu: Hvaða lista myndirðu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með langmest fylgi eða tæp 54%, sem er rúmu prósentustigi meira en í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum. Í við fleiri karlar vilja sjá Sjálfstæðismenn við stjórnartaumana en konur. Samfylkingin mælist með rúmlega 33% fylgi í könnun Fréttablaðsins og fengi samkvæmt því sex menn í 15 manna borgarstjórn Reykvíkinga. Samfylkingin bætir við sig tæplega þremur prósentustigum úr síðustu könnun. Vinstri grænir mælast nú með um 6% fylgi, sem er tæpum tveimur prósetnustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins í Janúar. Vinstri grænir næðu þó samkvæmt þessu inn manni í borgarstjórn, nokkuð sem Framsóknarmenn og Frjálslyndir gera ekki samkvæmt könnuninni. Framsókn mælist nú með minnst fylgi allra flokka í Reykjavík, en fylgi hans dalar frá því í janúarkönnunninni, fer úr 5,4% í 3%. Frjálslyndir bæta við sig fylgi milli kannanna, fara úr 2,8% í janúar í 3,5% nú. Samkvæmt könnuninni yrði næsti maður í borgarstjórn sjöundi maður Samfylkingar á kostnað níunda manns sjálfstæðismanna en þar á eftir kæmi fulltrúi Frjálslyndra og loks yrði efsti maður Framsóknar, sautjándi maður. Athygli vekur að enn hafa tæplega 40% borgarbúa sem leitað var eftir afstöðu hjá í könnunninni ekki gert upp hug sinn en á morgun eru sléttir tveir mánuðir til kosninga.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira