Viðskipti innlent

Bresk skattayfirvöld viðurkenna Kauphöll Íslands

Sameinað embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra á Bretlandi (HM Revenue and Customs, HMRC) veitti kauphöll Íslands viðurkenningu 31. mars síðastliðinn sem kauphöll skv. kafla 841(1)(b) í lögum um tekju- og fyrirtækjaskatt frá 1988 (The Income and Corporation Taxes Act 1988, ICTA).

Í tilkynningu frá kauphöllinni segir að hugtakið „viðurkennd kauphöll" sé að finna í breskum skattalögum og skattareglugerðum. Sé það notað í samhengi við „lokuð hlutafélög" (close companies) í kafla 415 í ICTA, og í skilgreiningu um fjárfestingar sem hafa má í PEPs (Personal Equity Plans) og ISAs (Individual Savings Accounts). PEP og ISA eru breskir sjóðir fyrir sparifé. Hugtakið er oft notað í samhenginu „skráð í viðurkenndri kauphöll".

Þá hlaut Kauphöll Íslands jafnframt viðurkenningu sem lýtur að erfðafjársköttum (Inheritance Tax) í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×