Detroit vann 60. leikinn 5. apríl 2006 14:15 Antonio McDyess fyllti skarð Rasheed Wallace með sóma í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið í NBA til að vinna 60 leiki í vetur þegar liðið skellti New Orleans 101-93. Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum en hann tók út leikbann fyrir tæknivillur. Detroit hafði fyrir leikinn notað sama byrjunarliðið í 73 fyrstu leikjum vetrarins, sem er met. Antonio McDyess lék vel í fjarveru Wallace og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en Chris Paul og David West skoruðu 24 stig hvor fyrir New Orleans. Cleveland valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-91. LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en Allen Iverson var með 38 stig fyrir Philadelphia. Washington lagði New York 105-90. Jackie Butler skoraði 22 stig fyrir New York en Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington. Miami rúllaði yfir Milwaukee 115-89. Shaquille O´Neal skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Charlie Bell skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði Toronto 124-120. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 22 stig fyrir Boston en Mo Peterson skoraði 32 stig fyrir Toronto. New Jersey vann 13. leik sinn í röð þegar liðið vann nauman sigur á Atlanta 96-94. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey, en Joe Johnson skoraði 33 stig fyrir Atlanta. Charlotte lagði Minnesota á heimavelli sínum 97-92 og var þetta 12. tap Minnesota á útivelli í röð. Kevin Garnett átti tröllaleik fyrir Minnesota með 24 stig og 22 fráköst, en það nægði ekki frekar en fyrri daginn. Brevin Knight skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Memphis lagði Golden State 100-75. Chucky Atkins skoraði 22 stig fyrir Memphis, en Derek Fisher skoraði 17 stig fyrir Golden State. Dallas vann öruggan sigur á Sacramento 127-101, þrátt fyrir gríðarleg meiðsli í herbúðum sínum. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Bonzi Wells skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Chicago lagði Indiana 102-96. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago og Stephen Jackson skoraði 22 fyrir Indiana. San Antonio lagði Utah á útivelli 95-86. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah. LA Clippers lagði Denver 111-109 í hörkuleik. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Sam Cassell skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Seattle lagði Houston 104-87. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en Ray Allen skoraði 32 stig og vippaði sér í annað sæti yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á ferlinum í NBA. Annars var Chris Wilcox hjá Seattle án efa maður leiksins, því hann skoraði 26 stig og hirti 24 fráköst gegn liðinu sem skipti honum í burtu fyrir nokkrum vikum og gat ekki notað hann. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið í NBA til að vinna 60 leiki í vetur þegar liðið skellti New Orleans 101-93. Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum en hann tók út leikbann fyrir tæknivillur. Detroit hafði fyrir leikinn notað sama byrjunarliðið í 73 fyrstu leikjum vetrarins, sem er met. Antonio McDyess lék vel í fjarveru Wallace og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en Chris Paul og David West skoruðu 24 stig hvor fyrir New Orleans. Cleveland valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-91. LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en Allen Iverson var með 38 stig fyrir Philadelphia. Washington lagði New York 105-90. Jackie Butler skoraði 22 stig fyrir New York en Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington. Miami rúllaði yfir Milwaukee 115-89. Shaquille O´Neal skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Charlie Bell skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði Toronto 124-120. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 22 stig fyrir Boston en Mo Peterson skoraði 32 stig fyrir Toronto. New Jersey vann 13. leik sinn í röð þegar liðið vann nauman sigur á Atlanta 96-94. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey, en Joe Johnson skoraði 33 stig fyrir Atlanta. Charlotte lagði Minnesota á heimavelli sínum 97-92 og var þetta 12. tap Minnesota á útivelli í röð. Kevin Garnett átti tröllaleik fyrir Minnesota með 24 stig og 22 fráköst, en það nægði ekki frekar en fyrri daginn. Brevin Knight skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Memphis lagði Golden State 100-75. Chucky Atkins skoraði 22 stig fyrir Memphis, en Derek Fisher skoraði 17 stig fyrir Golden State. Dallas vann öruggan sigur á Sacramento 127-101, þrátt fyrir gríðarleg meiðsli í herbúðum sínum. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Bonzi Wells skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Chicago lagði Indiana 102-96. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago og Stephen Jackson skoraði 22 fyrir Indiana. San Antonio lagði Utah á útivelli 95-86. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah. LA Clippers lagði Denver 111-109 í hörkuleik. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Sam Cassell skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Seattle lagði Houston 104-87. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en Ray Allen skoraði 32 stig og vippaði sér í annað sæti yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á ferlinum í NBA. Annars var Chris Wilcox hjá Seattle án efa maður leiksins, því hann skoraði 26 stig og hirti 24 fráköst gegn liðinu sem skipti honum í burtu fyrir nokkrum vikum og gat ekki notað hann.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira