Viðskipti innlent

FL Group stofnar dótturfélag í Danmörku

FL Group tilkynnir í dag um stofnun dótturfélags í Danmörku, FL Group Denmark Aps. Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar segir að FL Group hafi á síðustu misserum fjárfest umtalsvert í Danmörku og í ljósi þeirra fjárfestinga hafi félagið ákveðið að koma á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn.

Framkvæmdastjóri FL Group Denmark Aps. verður Martin Niclasen en hann stýrði fjárfestingabankastarfsemi FIH Erhversbank og Kaupþings í Danmörku. Martin hefur mikla þekkingu á fjárfestingarstarfsemi og fyrirtækjamarkaðnum á Norðurlöndunum. Eftir nám sitt við Copenhagen Business School vann Martin hjá KPMG Corporate Finance og Carnegie áður en hann gekk til liðs við Kaupþing og síðar FIH, að því er segir í tilkynningunni.

Þá segir jafnframt að FL Group hafi hug á að auka umsvif sín á Norðurlöndunum. Fyrirtækið á í dag um 10 prósenta hlut í Aktiv Kapital í Noregi, 10 prósent í Finnair, 17 prósent í Royal Unibrew og 10,5 prósent í Bang & Olufsen auk lággjaldaflugfélagsins Sterling sem keypt var í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×