Chicago upp fyrir Philadelphia 6. apríl 2006 15:45 Kirk Hinrich og félagar í Chicago hafa ástæðu til að brosa þessa dagana, enda er liðið að stela 8. sætinu í Austurdeildinni af Philadelphia. NordicPhotos/GettyImages Lið Chicago Bulls vann í nótt afar mikilvægan sigur á Philadelphia 76ers 99-92 í NBA deildinni og höfðu liðin því sætaskipti í Austurdeildinni. Chicago hefur verið á góðu róli undanfarið á meðan illa hefur gengið hjá Philadelphia og nú er útlit fyrir að Chicago nái inn í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia, en Andres Nocioni og Ben Gordon skoruðu 21 stig hvor fyrir Chicago. Atlanta lagði Minnesota 101-99 þar sem sniðskot frá Josh Childress tryggði heimamönnum sigurinn í blálokin. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir Minnesota, en Joe Johnson skoraði 24 fyrir Atlanta. Washington vann góðan útisigur á Boston 108-91. Gilbert Arenas skoraði 38 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Washington, en Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston. Indiana lagði Toronto 111-103. Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 25 stig fyrir Indiana en Mike James skoraði 34 stig fyrir Toronto. Orlando lagði Milwaukee 108-105. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en TJ Ford skoraði 34 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Milwaukee. New York vann nokkuð óvæntan sigur á Cleveland á heimavelli sínum 96-94, þar sem Jamal Crawford var hetja heimamanna og skoraði 37 stig. LeBron James skoraði 36 stig fyrir Cleveland sem hafði unnið 9 leiki í röð fyrir leik gærkvöldsins, á meðan New York hafði tapað 9 í röð. New Orleans lagði Golden State í framlengdum leik 114-109. Nýliðinn Chris Paul náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum þegar hann skoraði 17 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Golden State. Sacramento vann mikilvægan sigur frá meisturum San Antonio 97-87. Mike Bibby skoraði 31 stig fyrir Sacramento en Tony Parker skoraði 16 fyrir San Antonio. Portland lagði Houston á útivelli 76-75 í frekar bragðdaufum leik þar sem Sebastian Telfair skoraði sigurkörfu Portland rétt fyrir leikslok og afstýrði þar með 12. tapi Portland í röð. Keith Bogans skoraði 20 stig fyrir Houston, en Zach Randolph skoraði 17 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers góðan útisigur á Phoenix 119-105. Elton Brand skoraði 34 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers en Boris Diaw skoraði 24 stig fyrir Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Lið Chicago Bulls vann í nótt afar mikilvægan sigur á Philadelphia 76ers 99-92 í NBA deildinni og höfðu liðin því sætaskipti í Austurdeildinni. Chicago hefur verið á góðu róli undanfarið á meðan illa hefur gengið hjá Philadelphia og nú er útlit fyrir að Chicago nái inn í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia, en Andres Nocioni og Ben Gordon skoruðu 21 stig hvor fyrir Chicago. Atlanta lagði Minnesota 101-99 þar sem sniðskot frá Josh Childress tryggði heimamönnum sigurinn í blálokin. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir Minnesota, en Joe Johnson skoraði 24 fyrir Atlanta. Washington vann góðan útisigur á Boston 108-91. Gilbert Arenas skoraði 38 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Washington, en Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston. Indiana lagði Toronto 111-103. Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 25 stig fyrir Indiana en Mike James skoraði 34 stig fyrir Toronto. Orlando lagði Milwaukee 108-105. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en TJ Ford skoraði 34 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Milwaukee. New York vann nokkuð óvæntan sigur á Cleveland á heimavelli sínum 96-94, þar sem Jamal Crawford var hetja heimamanna og skoraði 37 stig. LeBron James skoraði 36 stig fyrir Cleveland sem hafði unnið 9 leiki í röð fyrir leik gærkvöldsins, á meðan New York hafði tapað 9 í röð. New Orleans lagði Golden State í framlengdum leik 114-109. Nýliðinn Chris Paul náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum þegar hann skoraði 17 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Golden State. Sacramento vann mikilvægan sigur frá meisturum San Antonio 97-87. Mike Bibby skoraði 31 stig fyrir Sacramento en Tony Parker skoraði 16 fyrir San Antonio. Portland lagði Houston á útivelli 76-75 í frekar bragðdaufum leik þar sem Sebastian Telfair skoraði sigurkörfu Portland rétt fyrir leikslok og afstýrði þar með 12. tapi Portland í röð. Keith Bogans skoraði 20 stig fyrir Houston, en Zach Randolph skoraði 17 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers góðan útisigur á Phoenix 119-105. Elton Brand skoraði 34 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers en Boris Diaw skoraði 24 stig fyrir Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira