Ljóst hvaða lið ná í úrslitakeppnina 17. apríl 2006 06:31 Kobe Bryant skoraði 20 af 43 stigum sínum í nótt af vítalínunni. Bryant er öruggur stigakóngur deildarinnar í vetur með rúm 35 stig að meðaltali í leik sem er það hæsta í hátt í tvo áratugi. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira