Skammarleg framkoma Webber og Iverson 19. apríl 2006 07:00 Chris Webber og Allen Iverson gerðu ansi lítið úr þjálfara sínum í nótt og sýndu stuðningsmönnum Philadelphia litla virðingu með framkomu sinni. Philadelphia var í góðri stöðu með að komast í úrslitakeppnina fyrir nokkrum vikum, en klúðraði því með tilþrifum á lokasprettinum. Eigandi liðsins hefur boðað miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar NordicPhotos/GettyImages Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira