Stefna á meirihluta í bæjarstjórn 19. apríl 2006 19:00 Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira