Deildarkeppninni lokið 20. apríl 2006 12:53 Detroit endaði með bestan árangur allra liða í deildinni og verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, sem hefst á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sjá meira
Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sjá meira