Deildarkeppninni lokið 20. apríl 2006 12:53 Detroit endaði með bestan árangur allra liða í deildinni og verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, sem hefst á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira
Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira