Dramatíkin í hámarki í nótt 29. apríl 2006 05:16 LeBron James fagnar hér sigrinum á Washington ásamt félaga sínum Donyell Marshall NordicPhotos/GettyImages Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira