Dramatíkin í hámarki í nótt 29. apríl 2006 05:16 LeBron James fagnar hér sigrinum á Washington ásamt félaga sínum Donyell Marshall NordicPhotos/GettyImages Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira