Dramatíkin í hámarki í nótt 29. apríl 2006 05:16 LeBron James fagnar hér sigrinum á Washington ásamt félaga sínum Donyell Marshall NordicPhotos/GettyImages Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira