Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár 2. maí 2006 11:10 Leikmenn LA Clippers fögnuðu innilega eftir sigurinn á Denver, en nú gæti farið svo að Los Angeles-liðin mætist í næstu umferð ef Lakers nær að slá út Phoenix í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira