LeBron James kláraði Washington aftur 4. maí 2006 04:34 James fagnar hér sigurkörfu sinni gegn Washington í nótt á yfirvegaðan hátt og í baksýn má sjá að ljósin á spjaldinu sem gefa til kynna lokaflautið, eru enn kveikt NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira