Shaq er áttunda undur veraldar 5. maí 2006 06:13 Tröllið Shaquille O´Neal hafði loksins ástæðu til að brosa í nótt NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira