Phoenix og LA Lakers í oddaleik 5. maí 2006 06:47 Tim Thomas tryggði Phoenix framlengingu með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og reyndist hetja liðsins á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira