Detroit lék sér að Cleveland 8. maí 2006 05:30 Tayshaun Prince og Chauncey Billups hjá Detroit ganga hér glottandi af velli í gær, en fyrsti leikur þeirra gegn Cleveland í gær var í raun ekki meira en létt æfing fyrir þá NordicPhotos/GettyImages Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira