Varnarleikur meistaranna gerði útslagið 8. maí 2006 05:45 Hér eigast þeir við í leiknum í gær, Bruce Bowen og Dirk Nowitzki, en þeir eiga eftir að kljást mikið áður en úrslit liggja fyrir í einvígi San Antonio og Dallas NordicPhotos/GettyImages San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira
San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira