Dallas burstaði meistarana 10. maí 2006 12:30 Josh Howard sótti grimmt að körfu San Antonio í nótt og var stigahæsti maður vallarins NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira