Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði bestum tíma aðalökumanna á æfingum fyrir tímatökur í Spánarkappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Alonso var reyndar sektaður fyrir að aka of hratt á viðgerðarsvæðinu í fyrri umferð sinni, en hann náði þriðja besta tíma allra á æfingunni. Besta tímanum náði Anthony Davidson, æfingaökumaður hjá Honda-liðinu.
Sport