Sport

Staðfestir hugsanlega brottför

Shevchenko viðurkennir að hann sé hugsanlega á förum frá Milan og nú sjá enskir fyrir sér að hann muni ganga til liðs við Chelsea í sumar ásamt Þjóðverjanum Michael Ballack
Shevchenko viðurkennir að hann sé hugsanlega á förum frá Milan og nú sjá enskir fyrir sér að hann muni ganga til liðs við Chelsea í sumar ásamt Þjóðverjanum Michael Ballack NordicPhotos/GettyImages

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum.

Shevchenko hefur átt einstaklega glæsilegan feril hjá Milan allar götur síðan hann gekk til liðs við ítalska liðið frá Dynamo Kiev árið 1999, en á blaðamannafundi í dag tók hann fram að ástæðan fyrir hugsanlegri för hans frá félaginu væri eingöngu tengd fjölskyldu hans.

"Það er tilgangslaust að reyna að leyna svona hlutum fyrir stuðningsmönnum liðsins. Ég hef rætt við eiganda félagsins og þó engin ákvörðun hafi enn verið tekin, hefur þessi staða nú komið upp á borðið. Ég vil taka það fram að þetta hefur ekkert með liðið, þjálfarann eða stuðningsmenn liðsins að gera - og alls ekki með peninga heldur," sagði fyrirliði úkraínska landsliðsins og bætti við að stuðningsmenn Milan ættu mjög sérstakan stað í hjarta sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×