Sam Cassell kláraði Phoenix 15. maí 2006 13:00 Sam Cassell tók málin í sínar hendur á lokasprettinum í nótt NordicPhotos/GettyImages Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira