Meistararnir gefast ekki upp 18. maí 2006 08:45 Tim Duncan var frábær í leiknum í gær NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira