Viðskipti innlent

Verðbólga hér einu prósenti yfir EES

Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu var 102,1 stig í apríl og hækkaði um 0,7 prósent frá mars. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 102,7 stig, hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Frá apríl 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 2,4 prósent á evrusvæðinu og 3,3 prósent á Íslandi.

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 6,1 prósent í Lettlandi, 4,4 prósent í Slóvakíu og 4,3 prósent í Eistlandi. Minnst var verðbólgan 1,2 prósent í Póllandi og 1,5 prósent í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×