Innlent

Þráðlaust net á vellinum í sumar

Frítt internet á knattspyrnuleikjum sumarsins

Með þráðlausu neti verður ljósmyndurum og blaða- og fréttamönnum gert kleift að senda frá sér myndir og upplýsingar í tengslum við leikina í deildunum í gegnum nettengdar fartölvur.

Og Vodafone tók í notkun þráðlaust net á leikjum í efstu deild karla í fyrra og var þjónustan afar vel nýtt af blaða- og fréttamönnum. Því var ákveðið að bjóða þráðlaust net á völlunum að nýju. Auk þess var tekin ákvörðun um að bjóða þráðlaust net á leikjum í efstu deild kvenna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ogvodafone.

Það var ekki síst fyrir tilstilli boltavaktar vísis.is sem þessi þjónusta komst á. Með aukinni þjónustu á boltavaktin eftir að verða enn betri í sumar. Knattspyrnuáhugamenn sem ekki komast á völlinn geta því fylgst spenntir með fyrir framan tölvuna.

Vellir sem bjóða þráðlaust net í efstu deild karla og kvenna:

Valur- Laugardalsvöllur/Valbjarnarvöllur

KR- Frostaskjól

Breiðablik- Kópavogsvöllur

ÍBV- Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum

Grindavík- Grindavíkurvöllur

Keflavík- Keflavíkurvöllur

Víkingur Reykjavík- Stjörnugróf

Fylkir- Fylkisvöllur

ÍA- Akranesvöllur

FH- Kaplakriki

Þór/KA-Akureyrarvöllur

Stjarnan-Stjörnuvöllur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×