Oddaleikur hjá Phoenx og LA Clippers 19. maí 2006 05:45 Elton Brand átti mjög góðan leik í sigri Clippers í nótt NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira