Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít 21. maí 2006 16:34 Ludovic Giuly (í miðjunni) fagnar hér Evróputitlinum með Barcelona í síðustu viku. Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira
Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira