Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur 22. maí 2006 13:33 Jakob Sigurðsson, forstjóri Alfesca. Mynd/E.Ól. Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. Rekstrarafkoma Alfesca er góð og heldur félagið áfram að styrkja stöðu sína þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar Íslands. Þar segir m.a. að framhald hafi verið á góðri afkomu Lyons Seafoods í Bretlandi. Sala Farne í Skotlandi var góð á þriðja ársfjórðungi og afkoman batni enn vegna bættrar framleiðni í kjölfar fjáfestinga undanfarinna missera. Þá segir ennfremur að markaðshlutdeild í Frakklandi hafi aukist um 32 prósent en lokið hafi verið við fyrsta áfanga fullkominnar verksmiðju fyrirtækisins þar í landi. Þá sýnist sem áhyggjur af fuglaflensu hafi ekki haft áhrif á sölu andaafurða. Haft er eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra Alfesca, að félagið sýni trausta afkomu í erfiðu viðskiptaumhverfi og sé hún yfir áætlunum fyrirtækisins. „Hins vegar er ljóst að rekstrarumhverfi á yfirstandandi ársfjórðungi verður erfitt í ljósi þess að hráefnisverð er í sögulegu hámarki. Hins vegar munum við áfram takast á við hærra hráefnisverð af sömu festu og á undangengnum ársfjórðungum. Félagið mun áfram njóta góðs af framleiðniaukningu og kostnaðareftirliti sem leggur grunninn að bættum rekstri. Þessi grundvöllur starfseminnar ásamt vöruþróun og áætlun um frekari vöxt rennir styrkum stoðum undir rekstur félagsins," segir Jakob í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. Rekstrarafkoma Alfesca er góð og heldur félagið áfram að styrkja stöðu sína þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar Íslands. Þar segir m.a. að framhald hafi verið á góðri afkomu Lyons Seafoods í Bretlandi. Sala Farne í Skotlandi var góð á þriðja ársfjórðungi og afkoman batni enn vegna bættrar framleiðni í kjölfar fjáfestinga undanfarinna missera. Þá segir ennfremur að markaðshlutdeild í Frakklandi hafi aukist um 32 prósent en lokið hafi verið við fyrsta áfanga fullkominnar verksmiðju fyrirtækisins þar í landi. Þá sýnist sem áhyggjur af fuglaflensu hafi ekki haft áhrif á sölu andaafurða. Haft er eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra Alfesca, að félagið sýni trausta afkomu í erfiðu viðskiptaumhverfi og sé hún yfir áætlunum fyrirtækisins. „Hins vegar er ljóst að rekstrarumhverfi á yfirstandandi ársfjórðungi verður erfitt í ljósi þess að hráefnisverð er í sögulegu hámarki. Hins vegar munum við áfram takast á við hærra hráefnisverð af sömu festu og á undangengnum ársfjórðungum. Félagið mun áfram njóta góðs af framleiðniaukningu og kostnaðareftirliti sem leggur grunninn að bættum rekstri. Þessi grundvöllur starfseminnar ásamt vöruþróun og áætlun um frekari vöxt rennir styrkum stoðum undir rekstur félagsins," segir Jakob í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira