Íslenska Stoke-ævintýrið á enda 22. maí 2006 13:59 Gunnar Gíslason stendur úr stóli stjórnarformanns Stoke í dag. Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. "Auðvitað hafa nokkur mistök verið gerð á þessum tíma sem eftir á að hyggja hefði verið hægt að koma í veg fyrir. En það fer enginn í gegnum svona ævintýri án þess að gera örfá mistök. Að halda öðru fram væri barnalegt." sagði Gunnar en árétti að þáttur Íslendinga í félaginu undanfarin 7 ár hefði verið félaginu til góða. "Aðalatriðið í þessu öllu saman er að félagið hefur tekið miklum framförum á þessum árum og við höfum lagt góðan grunn fyrir framtíðina." Ein af þeim mistökum sem Gunnar talar um er að hafa ekki boðið hollenska knattspyrnustjóranum Johan Boskamp nýjan samninig. Hann er nú haldinn heim á leið og er búist við að nýji eigandi félagsins muni tilkynna um nýjan stjóra síðdegis í dag. "Við höfum fengið okkar skerf af gegnrýni vegna knattspyrnustjóranna sem við höfum ráðið. Jafnvel þó hann (Boskamp) sé ekki fullkominn þá finnst mér hann hafa staðið sig vel og ég er viss um að hann hefði gert enn betur ef hann hefði fengið tækifæri til að halda áfram með verkefnið á næsta tímabili." sagði Gunnar um Boskamp sem ásamt aðstoðarmanni sínum, Jan De Koning, átti í langvarandi stríði við yfirmann knattspyrnumála hjá Stoke, John Rudge. Ástandið var það slæmt á tímabili að Boskamp hótaði að yfirgefa félagið ef Rudge yrði ekki látinn fara. Og Gunnar hélt áfram að svara fyrir gagnrýni í yfirlýsingu sinni; "Gagnrýni á knattspyrnustjórann mun alltaf vera til staðar þegar liðinu gengur illa inni á knattspyrnuvellinum. Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félagsins halda því fram að Johan hafi verið algerlega ónothæfur knattspyrnustjóri í þessu landi og leikmennirnir sem hann fékk til liðsins hafi ekki verið neins virði. Ef það er satt þá getum við nú þegar glaðst yfir því að nú gefst svigrúm fyrir næsta knattspyrnustjóra með heilt undirbúningstímabil framundan. Með fleiri og ný ráð í vasanum hlýtur hann að gera betur á næsta tímabili en að ljúka keppni um miðja deild." bætti Gunnar við og er ekki laust við að greina megi þreytu á allri þessari gagnrýni sem hann hefur verið undir. Pulis tekur við Stoke að nýju Dagblöð í Stoke segja í dag að fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, Tony Pulis sem stýrði Plymouth í ensku 1. deildinni í vetur verði tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann gengur jafnan undir nafninu "Íslendingahatarinn" meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir að hafa útilokað nokkra íslenska leikmnenn sem hafa verið undir hans stjórn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. "Auðvitað hafa nokkur mistök verið gerð á þessum tíma sem eftir á að hyggja hefði verið hægt að koma í veg fyrir. En það fer enginn í gegnum svona ævintýri án þess að gera örfá mistök. Að halda öðru fram væri barnalegt." sagði Gunnar en árétti að þáttur Íslendinga í félaginu undanfarin 7 ár hefði verið félaginu til góða. "Aðalatriðið í þessu öllu saman er að félagið hefur tekið miklum framförum á þessum árum og við höfum lagt góðan grunn fyrir framtíðina." Ein af þeim mistökum sem Gunnar talar um er að hafa ekki boðið hollenska knattspyrnustjóranum Johan Boskamp nýjan samninig. Hann er nú haldinn heim á leið og er búist við að nýji eigandi félagsins muni tilkynna um nýjan stjóra síðdegis í dag. "Við höfum fengið okkar skerf af gegnrýni vegna knattspyrnustjóranna sem við höfum ráðið. Jafnvel þó hann (Boskamp) sé ekki fullkominn þá finnst mér hann hafa staðið sig vel og ég er viss um að hann hefði gert enn betur ef hann hefði fengið tækifæri til að halda áfram með verkefnið á næsta tímabili." sagði Gunnar um Boskamp sem ásamt aðstoðarmanni sínum, Jan De Koning, átti í langvarandi stríði við yfirmann knattspyrnumála hjá Stoke, John Rudge. Ástandið var það slæmt á tímabili að Boskamp hótaði að yfirgefa félagið ef Rudge yrði ekki látinn fara. Og Gunnar hélt áfram að svara fyrir gagnrýni í yfirlýsingu sinni; "Gagnrýni á knattspyrnustjórann mun alltaf vera til staðar þegar liðinu gengur illa inni á knattspyrnuvellinum. Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félagsins halda því fram að Johan hafi verið algerlega ónothæfur knattspyrnustjóri í þessu landi og leikmennirnir sem hann fékk til liðsins hafi ekki verið neins virði. Ef það er satt þá getum við nú þegar glaðst yfir því að nú gefst svigrúm fyrir næsta knattspyrnustjóra með heilt undirbúningstímabil framundan. Með fleiri og ný ráð í vasanum hlýtur hann að gera betur á næsta tímabili en að ljúka keppni um miðja deild." bætti Gunnar við og er ekki laust við að greina megi þreytu á allri þessari gagnrýni sem hann hefur verið undir. Pulis tekur við Stoke að nýju Dagblöð í Stoke segja í dag að fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, Tony Pulis sem stýrði Plymouth í ensku 1. deildinni í vetur verði tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann gengur jafnan undir nafninu "Íslendingahatarinn" meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir að hafa útilokað nokkra íslenska leikmnenn sem hafa verið undir hans stjórn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira