Sögulegur sigur hjá Dallas 23. maí 2006 05:58 Dirk Nowitzki og Jason Terry fagna hér tímamótasigri Dallas á meisturum San Antonio í nótt, eftir ótrúlegan framlengdan oddaleik sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn AFP Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira
Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira