Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki 24. maí 2006 13:06 Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira