Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas 25. maí 2006 06:16 Leandro Barbosa og Steve Nash fagna hér sigrinum á Dallas í nótt AFP Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Sjá meira