Eiður Smári í Kuwait 2. júní 2006 09:30 "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri, föður Eiðs Smára. Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Sjá meira
Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Sjá meira