Nowitzki skoraði 50 stig 2. júní 2006 05:57 Dirk Nowitzki var frábær í nótt og skoraði 50 stig og hirti 12 fráköst NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira