Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu 21. júní 2006 07:14 Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira