Get ekki beðið Materazzi afsökunar 12. júlí 2006 18:08 AFP Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atburðina í úrslitaleiknum á HM á dögunum, í viðtali við franska sjónvarpið. Zidane biðst afsökunar á framferði sínu þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi og segir hann hafa sagt mjög ljóta persónulega hluti um systur sína og móður. Hann fékkst ekki til að greina frekar frá því hvað fór þeirra á milli. "Ég vil biðja um fyrirgefningu allra krakkanna sem horfðu upp á þetta ljóta atvik. Ég á mér engar málsbætur í þessu og vil því vera einlægur og horfast í augu við það sem ég gerði," sagði Zidane. "Materazzi sagði ljóta hluti um fjölskyldu mína, systur mína og móður. Ég reyndi að hlusta ekki á hann - en hann hélt áfram að tyggja það aftur og aftur. Þegar maður heyrir svona hluti í sínum síðasta leik, vill maður auðvitað ekki bregðast svona við, en þegar maður heyrir þetta í annað og þriðja sinn. Það er mjög slæmt að bregðast svona við eins og ég gerði þegar tveir milljarðar manna eru að horfa og milljónir barna. Ég get beðið þau öll afsökunar, en ég get ekki beðið Materazzi afsökunar - því þá væri ég að lýsa því yfir að það sem hann sagði væri rétt. Sum orð eru bara svo hræðileg að maður vildi frekar láta sparka sig niður en að fá að heyra þau aftur og aftur. Ég útskýrði fyrir dómaranum að mér hefði verið ögrað, en ekkert afsakar hvernig ég brást við. Þetta var ófyrirgefanleg framkoma," sagði Zidane. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atburðina í úrslitaleiknum á HM á dögunum, í viðtali við franska sjónvarpið. Zidane biðst afsökunar á framferði sínu þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi og segir hann hafa sagt mjög ljóta persónulega hluti um systur sína og móður. Hann fékkst ekki til að greina frekar frá því hvað fór þeirra á milli. "Ég vil biðja um fyrirgefningu allra krakkanna sem horfðu upp á þetta ljóta atvik. Ég á mér engar málsbætur í þessu og vil því vera einlægur og horfast í augu við það sem ég gerði," sagði Zidane. "Materazzi sagði ljóta hluti um fjölskyldu mína, systur mína og móður. Ég reyndi að hlusta ekki á hann - en hann hélt áfram að tyggja það aftur og aftur. Þegar maður heyrir svona hluti í sínum síðasta leik, vill maður auðvitað ekki bregðast svona við, en þegar maður heyrir þetta í annað og þriðja sinn. Það er mjög slæmt að bregðast svona við eins og ég gerði þegar tveir milljarðar manna eru að horfa og milljónir barna. Ég get beðið þau öll afsökunar, en ég get ekki beðið Materazzi afsökunar - því þá væri ég að lýsa því yfir að það sem hann sagði væri rétt. Sum orð eru bara svo hræðileg að maður vildi frekar láta sparka sig niður en að fá að heyra þau aftur og aftur. Ég útskýrði fyrir dómaranum að mér hefði verið ögrað, en ekkert afsakar hvernig ég brást við. Þetta var ófyrirgefanleg framkoma," sagði Zidane.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti