Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið 14. júlí 2006 12:30 Á vettvangi slyssins í lok júní. MYND/Helgi G. Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Slysið átti sér stað í lok júní þegar starfsmaður Olís hellti óvart ediksýru í tank sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem fyrir var klórlausn. Við það myndaðist hið hættulega klórgas sem olli því að um þrjátíu manns var komið undir læknishendur. Læknir á heilsugæslustöðinni á Eskifirði sagði í samtali við NFS í morgun að af þeim væru þrír ennþá óvinnufærir vegna öndunarerfiðleika, en virtust þó vera á hægum batavegi. Þá er ástand sundlaugarinnar, sem tekin var í notkun í maí síðastliðnum, ekki gott. Rafmagnskerfinu í henni hefur verið að slá út sem að sögn sérfræðinga stafar af því að klórgasið fer inn í koparvíra og étur þá upp í flestum tilvikum. Fólki í lauginni stafi þó ekki hætta af. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem á sundlaugina, segir vinnuhóp, vera að gera úttekt á ástandi hennar. Ekki sé enn unnt að meta tjónið en Ragnar segir að rafmagnskerfið í heild kosti 18 milljónir króna, og hugsanlegt sé að það þurfi að skipta því öllu út. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hver sé skaðabótaskyldur í málinu en það muni koma í ljós þegar vinnuhópurinn lýkur vinnu sínu. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Slysið átti sér stað í lok júní þegar starfsmaður Olís hellti óvart ediksýru í tank sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem fyrir var klórlausn. Við það myndaðist hið hættulega klórgas sem olli því að um þrjátíu manns var komið undir læknishendur. Læknir á heilsugæslustöðinni á Eskifirði sagði í samtali við NFS í morgun að af þeim væru þrír ennþá óvinnufærir vegna öndunarerfiðleika, en virtust þó vera á hægum batavegi. Þá er ástand sundlaugarinnar, sem tekin var í notkun í maí síðastliðnum, ekki gott. Rafmagnskerfinu í henni hefur verið að slá út sem að sögn sérfræðinga stafar af því að klórgasið fer inn í koparvíra og étur þá upp í flestum tilvikum. Fólki í lauginni stafi þó ekki hætta af. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem á sundlaugina, segir vinnuhóp, vera að gera úttekt á ástandi hennar. Ekki sé enn unnt að meta tjónið en Ragnar segir að rafmagnskerfið í heild kosti 18 milljónir króna, og hugsanlegt sé að það þurfi að skipta því öllu út. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hver sé skaðabótaskyldur í málinu en það muni koma í ljós þegar vinnuhópurinn lýkur vinnu sínu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira