Flokksbræður deila um greiðslur 20. júlí 2006 18:48 Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir fjárskort Strætós bs. ekki til kominn vegna fækkunar farþega eins og haldið hafi verið fram. Hann segir vandann til kominn vegna þess að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafi svikist um greiðslur til fyrirtækisins. Dagur segir sveitarfélögin ekki hafa greitt til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna samninga við vagnstjóra sem gengið var frá fyrr á þessu ári.Þessum orðum Dags B. Eggertssonar vísar flokksbróðir hans Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirið, alfarið til föðurhúsanna. Hann segir Hafnarfjarðarbæ hafa staðið skil á öllum þeim framlögum til Strætós sem samið hafi verið um.Þær upplýsingar fengust frá Strætó bs. að öll sveitarfélögin sem eiga aðild að byggðasamlaginu hafi greitt það fé sem þau skuldbundu sig til að greiða þegar gengið var frá fjárhagsáætlun Strætós. Þegar sú fjárhagsáætlun var samþykkt var ekki tekið tillit til launahækkana og engar skuldbindingar um greiðslur vegna þeirra.Tilkynnt var í dag að samið hafi verið við Deloitte og Touche um stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Þar skal farið yfir hversu vel hefur tekist til við rekstur fyrirtækisins. NFS greindi frá því í gær að ekki hefði verið leitað skipulega til almennings til að fá tillögur að þjónustu Strætós þegar ráðist var í umfangsmestu breytingar á leiðakerfi sem ráðist hefur verið í til þessa. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir fjárskort Strætós bs. ekki til kominn vegna fækkunar farþega eins og haldið hafi verið fram. Hann segir vandann til kominn vegna þess að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafi svikist um greiðslur til fyrirtækisins. Dagur segir sveitarfélögin ekki hafa greitt til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna samninga við vagnstjóra sem gengið var frá fyrr á þessu ári.Þessum orðum Dags B. Eggertssonar vísar flokksbróðir hans Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirið, alfarið til föðurhúsanna. Hann segir Hafnarfjarðarbæ hafa staðið skil á öllum þeim framlögum til Strætós sem samið hafi verið um.Þær upplýsingar fengust frá Strætó bs. að öll sveitarfélögin sem eiga aðild að byggðasamlaginu hafi greitt það fé sem þau skuldbundu sig til að greiða þegar gengið var frá fjárhagsáætlun Strætós. Þegar sú fjárhagsáætlun var samþykkt var ekki tekið tillit til launahækkana og engar skuldbindingar um greiðslur vegna þeirra.Tilkynnt var í dag að samið hafi verið við Deloitte og Touche um stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Þar skal farið yfir hversu vel hefur tekist til við rekstur fyrirtækisins. NFS greindi frá því í gær að ekki hefði verið leitað skipulega til almennings til að fá tillögur að þjónustu Strætós þegar ráðist var í umfangsmestu breytingar á leiðakerfi sem ráðist hefur verið í til þessa.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira