Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra 27. júlí 2006 16:37 Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segist hafa farið eftir leiðbeiningum starfsmanns hjá Ríkisskattstjóra þegar hann gaf rangar upplýsingar um stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja á skjali til hlutafélagaskrár. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að þetta væri algengt. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga. Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga.
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira